Þróun skapandi aðferða til þess að þjálfa þjálfarana

 

 

Markmið verkefnisins er að þróa nýja aðferð í endurmenntun leiðbeinenda í framhaldsfræðslu. Ætlunin er að gera leiðbeinendurna færa um að hrinda í framkvæmd námskeiðseiningum sem byggja á því að gaumgæfa og vinna úr áhrifum lista, til þess að þroska gagnrýna hugsun og efla sköpunarkraft þátttakenda. Í fyrsta hluta verkefnisins fólst könnun í öllum löndunum sem standa að verkefninu (í Danmörku, Grikklandi, Rúmeníu og Svíþjóð) til þess að varpa ljósi á að hve miklu leiti leiðbeinendur í framhaldsfræðslu og þátttakendur telja að listræn skynjun og umræða um hana eigi þátt í að auðvelda nám. Ennfremur var gerð könnun á bókmenntum enskumælandi þjóða um efnið“creativity and art as educational tools in adult education”. Niðurstöður þessara kannana koma fram í sameinaðri skýrslu.

Hægt er að kynna sér efni skýrslunnar og verkefnisins á: www.artit.eu