Sameining mennta- og ráðgjafastofnana á Suður-Grænlandi

 

Þetta er eðlilegur hluti af þróuninni í kjölfarið af sameiningu sveitarfélaga á Grænlandi þann 1. janúar 2009. Fram til þess hafði hver bær verið sjálfstætt sveitarfélag. Nú þremur árum síðar er samstarf Piareersarfiit  viðurkennt, og með sameiningunni er hægt að samræma menntaleiðir og tilboð. Bæirnir í sveitarfélaginu eru nær hver öðrum, fjarlægðin á milli þeirra er mest í kring um 100 km.  En í öðrum sveitarfélögum á Grænlandi t.d. i Qaasuitsup Kommunia, norðursveitarfélaginu er fjarlægðin á milli bæja allt að 1.000 km eins og á milli Kangaatsiaq á Vestur- Grænlandi og Qaanaaq á Norður-Grænlandi. Mikill landfræðilegur munur er á milli sveitarfélaganna.

Meira: www.knr.gl/da/nyheder/piareersarfiit-i-syd-fusionerer
Heimasíða mennta- og ráðgjafastofnanna: www.piareersarfik.gl

1532