Samkeppni við Wikipediu

 

 
Í safninu verður að finna bæði gæðavottaðar fjölfræðigreinar og aðsendar greinar. Gæðavottað efni er samkvæmt þeim faglegu og góðu viðmiðum sem Stóra norska fjölfræðisafnið hefur verið þekkt fyrir í 100 ár, en þar að auki geta allir sem áhuga hafa á ákveðnum sviðum lagt inn greinar.
— „Nýja, Stóra norska fjölfræðisafnið á að sameina tímamóta hugmyndafræði Wikipediu og hefðbundin lögmál fjölfræðisafna – allt það besta frá  tveimur heimum. Þetta á að vera lifandi vefur, síbreytilegur en þrátt fyrir það fjölfræðisafn sem hægt er að vísa til í  heimildaritgerðum án þess að falla.“ Segir  aðalritsjórinn Petter Henriksen.