Samningur um símenntun fyrir fatlaða

 

Þann 12. júní sl. var undirritaður samningur Námsflokka Reykjavíkur og Fjölmenntar og um fjölbreytta símenntun fyrir fatlaða, einkum fyrir ungt fólk með geðraskanir. Boðið verður upp á lengri og skemmri námskeið samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með þessum samningi er stuðlað að framgangi þeirrar hugmyndafræði sem leggur áherslu á rétt fatlaðs fólks til allrar almennarar þjónustu samfélagsins. Samningurinn um símenntun fyrir fatlaða tekur gildi 1. ágúst 2012 og er til eins árs. 

Meira: Reykjavik.is 

1636