Þann 12. júní sl. var undirritaður samningur Námsflokka Reykjavíkur og Fjölmenntar og um fjölbreytta símenntun fyrir fatlaða, einkum fyrir ungt fólk með geðraskanir. Boðið verður upp á lengri og skemmri námskeið samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með þessum samningi er stuðlað að framgangi þeirrar hugmyndafræði sem leggur áherslu á rétt fatlaðs fólks til allrar almennarar þjónustu samfélagsins. Samningurinn um símenntun fyrir fatlaða tekur gildi 1. ágúst 2012 og er til eins árs.
Meira: Reykjavik.is