Samningur um tilraunaverkefnið „Menntun núna“ undirritaður

 

„Menntun núna“ er tilraunaverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og aðila vinnumarkaðarins sem hefur það markmið að auka ráðgjöf og stuðning við menntun í Breiðholti.

 

Markmiðið er að auka þjónustu og stuðning við þrjá hópa í Breiðholti í því skyni að auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Í fyrsta lagi innflytjendur, í öðru lagi fólk á aldrinum 25 – 54 ára, sem ekki hefur lokið formlegu námi eftir grunnskóla og í þriðja lagi fólk á aldrinum 18 – 25 ára sem horfið hefur frá námi í framhaldsskóla. 
Tilraunin í verkefninu felst í að bjóða íbúum Breiðholts, en þar eru margir íbúar af erlendum uppruna, tímabundið upp á öfluga þjónustu og úrræði í nærsamfélaginu. Ætlunin er að vinna skipulega í ákveðinn tíma með víðtæku samstarf með samtökum, félögum og samfélögum innflytjenda í hverfinu, að því að bjóða íbúum upp á ráðgjöf og nám við hæfi, starfskynningar og starfsþjálfun.

Nánar á www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7968