Samstarf á að efla menntun og byggðaþróun

 

Mikill vilji er innan starfsmenntaháskólanna til þess að miðla og þróa þekkingu í samstarfi við sveitarfélög, landshluta, háskóla, atvinnuvegi og atvinnulíf, með það að markmiði að bæta menntunina enn frekar með því að skipast á og þróa þekkingu. Umsækjendum um nám við starfsmenntaháskólana hefur þegar fjölgað umtalsvert. Í ræðu sinni lagði Tina Nedergaard,  menntamálaráðherra Dana, áherslu á að hugmyndir um samstarf séu í samræmi við menntaáætlun þjóðarinnar um velferðarmenntun, m.a. með átaki eins og ”Bedre og mere praksisnære uddannelser” eða ”Høj kvalitet i uddannelserne gennem en målrettet udviklingsindsats” og notkun fjárframlaga úr hnattvæðingaráætluninni. Höfuðmáli skipti að samvinnan sé rammi um raunverulegt samstarf um þróun og framboð á menntun. Byggðaþróun á jaðarsvæðum er afar brýn og þróun nægilegs framboðs á menntun er eitt af verkefnum starfsmenntaháskólanna.

Nánar á vef danska menntamálaráðuneytisins: Uvm.dk

Ræða ráðherra: Uvm.dk

1404