Samtök innflytjenda mikilvæg fyrir aðlögun

 

 

Samtök innflytjenda gegna mikilvægu hlutverki í aðlögun og þau ætti að nýta betur en fram til þessa.

Starfsemi samtaka innflytjenda nær til allra aldursflokka og yfir flest svið daglegs lífs.  

Í könnuninni, sem atvinnu- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út, kemur fram að samtök innflytjenda búa yfir sérþekkingu á tungumáli og menningu og ná þar að auki til hópa sem opinberir aðilar eiga erfitt með að ná til.

Til þess að efla þjónustu innflytjendasamtaka þarf að styrkja þróun kjarnastarfsemi þeirra auk þess að veita ráðgjöf og leiðsögn við þróun þjónustunnar og annarra verkefna. Sveitarfélögum ber að veita  þeirri þjónustu, sem samtök innflytjenda bjóða upp á, athygli í samkeppni við fyrirtæki í þjónustu og vera virk í miðlun upplýsinga um tækifæri til fjármögnunar.

Útdráttur á niðurstöðum könnunarinnar á sænsku