Sí- og endurmenntun nýtur aukinna vinsælda

 

 

Virknin í fullorðinsfræðslu hefur aukist um 15 prósent á milli ára 2007 og 2008 og á fyrsta ársfjórðungi 2009 eru 46 prósent fleiri námsmenn en á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þetta á einkum við um vinnumarkaðsnám og einstök fög á starfsmenntabrautum.
Aukninguna má rekja til samspils margra þátta, markvissri pólitískri stefnu, auknum fjárframlögum og kreppunnar sem nú ríkir, en margir nota tækifærið á óvissutímum til þess að auka færni sína.
Meira ..

Nemendum í kvöldskólum fjölgar einnig 

Samkvæmt upplýsingum frá Henrik Vejlgaard á almannatengslaskrifstofunni Advice, sem hefur rannsakað lífsstíl, er þetta því að þakka að kvöldskólarnir hafa aðlagast breyttum tíma og bjóða upp á nám og námskeið sem eru eftirsótt af þátttakendum. Margir kvöldskólar bjóða nú upp á námskeið sem eru samþjöppuð á styttri tímabil í stað þess að vera kennd einu sinni í viku, og það hentar nútíma lífsháttum betur.
Nánar...