Sigurvegarar i keppni NVL um fyrirmyndarverkefni í nýsköpun

 

 

Á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Praksisbaseret viden og videnbaseret praksis - forsøgs- og udviklingskonference på VEU-området“ sem haldin var í samstarfi danska menntamálaráðuneytisins, dönsku námsmatsstofnunarinnar, EVA, miðstöð færniþróunar í Danmörku, NCK og Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL voru veitt verðlaun til verkefna sem skara þóttu fram úr hvað varðar nýsköpun. 
Þau verkefni sem báru sigur af hólmi voru:
„Kunstgreb“ einstakt samstarf listamanna og fyrirtækja, þróað af Bandalagi listamanna í Danmörku, og ráðgjafafyrirtækinu Wischmann Innovation í samstarfi við 60 fyrirtæki.
„Flow“ verkefni þar sem ungu fólki með samstarfi fullorðinsfræðslumiðstöðvarinnar á Fjóni og kvöldskólans FOEA 1748, gefst tækifæri til þess að ljúka ígildi stúdentsprófs með námi hjá alþýðufræðsluaðilum. 
Þar gefst ungu fólki tækifæri til þess að velja nýja námsleið og geta nýtt sér hvatninguna sem felst á einu sviði (alþýðufræðslunni) til náms á öðru (miðstöð fullorðinsfræðslu).
„Kollegial vejledning – innovativ kompetenceudvikling i psykoeducation“ Þróunarverkefni sem byggist á samstarfi Háskólans í Hróarskeldum, Danska Kennaraháskólans og sjúkrahússins Fjorden á Sjálandi.

Meira: www.nordvux.net