Skattfríðindi með menningarmiðanum

 
Vinnuhópur í menntamálaráðuneytinu leggur til útvíkkun á tekjuskattslögunum á þann veg að lögin feli í sér skattfríðindi vegna þátttöku starfsmanna í menningartengdum atburðum/námskeiðum. Skv. vinnuhópnum á menningarmiðinn að virka eins og Íþróttamiðarnir sem eru til nú þegar. Vinnuhópurinn leggur til að vinnuveitandi, sem stendur fyrir menningarviðburði, eigi rétt á skattaafslætti  upp á 400 evrur, ár hvert. Með menningarmiðanum er  vinnuveitanda gert kleift að styðja starfsmenn til þátttöku á listnámskeiðum og annarri menningarstarfsemi sem um leið stuðlar að velferð og starfsánægju viðkomandi starfsmanns. Stefnt er að því að skattefrjásli menningarmiðinn verði tekinn í notkun í ársbyrjun 2009.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2008/03/kulttuuriseteli.html?lang=sv
1165