Skýrsla Norræna þankabankans um færni til framtíðar – Kynningarmálstofur í löndunum

 
Á haustdögum 2007 mun Norræna tengslanetið um nám fullorðinna standa fyrir málstofum í öllum Norðurlöndunum til þess að kynna skýrslu norræna þankabankans og ræða um hana. Markmiðið er að allir sem vinna að því að þróa forsendur fyrir nám og færniþróun fullorðinna  eigi að geta notfært sér skýrsluna. Hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn eða aðrir sem móta stefnu, stjórnendur fyrirtækja, á vinnumarkaði, frjálsum félagasamtökum og öðrum aðilum sem koma að námi fullorðinna. Dagsetningar málþinganna í löndunum eru sem hér segir:
18. október Noregi
25. október Íslandi
29. október Finnlandi(á  finnsku)
31. október Álandi (á sænsku)
15. nóvember Danmörku
22. nóvember Svíþjóð
Nánari upplýsingar veita fulltrúar landanna í NVL.
www.nordvux.net/page/14/kontaktaoss.htm