Skýrsla um þróun raunfærnimats

 

 
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, FA fékk það hlutverk í samningi ASÍ og SA við menntamálaráðuneytið árið 2003 að aðstoða ráðuneytið við að þróa aðferðir og tæki við mat á námi og raunfærni á Íslandi. Nýlega skilaði FA skýrslu til ráðuneytisins.
Tilgangur skýrslunnar er að gera grein fyrir stöðu mála hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í þeim hluta verkefnisins sem varðar raunfærnimat einstaklinga til styttingar náms á framhaldsskólastigi og leggja fram tillögur um hvernig hægt er að vinna áfram að því markmiði að koma upp kerfi til raunfærnimats á Íslandi.
Smelltu hér ef þú vilt fá skýrsluna með DOC-sniði.