Sögulegur dagur við Háskólann í Færeyjum

 

Við brautskráningu föstudaginn 15. júní, fengu 30 kennarar og 29 leikskólakennarar prófskírteini sín afhent. Þetta er í fyrsta skipti sem stúdentar ljúka grunnmenntun í B.Ed. – námi eftir að kennaraskólinn í Færeyjum sameinaðist Háskólanum á Færeyjum. Kennaraháskólinn í Færeyjum átti sér langa hefð í samfélaginu, menntað kennara frá árinu 1870. Eftir að skólinn varð hluti af háskólanum hafa orðið gagngerar breytingar bæði á skipulagi og innihaldi námsleiðanna fyrir kennara og leikskólakennara um leið og þær leiddu til háskólagráðu.   
Áhugi á náminu hefur aukist eftir breytingarnar. Á hverju ári berast á milli 150 -160 umsóknir og þar af eru 50-55 % teknir inn. Samtals leggja um það bil 300 stúdentar stund á námið í Þórshöfn. 

Meira um menntunina: http://setur.fo/laeraraskulin/ og ræða deildarforsetans Janus Jensen (á færeysku) á Lararafelag.fo.

1385