Spennandi endurmenntunartilboð fyrir kennara í fullorðinsfræðslu, náms- og starfsráðgjafa, kennsluráðgjafa og námshönnuði.

 

 

Á fundi í faghópi um kennslufræði fullorðinna í september 2006, kom fram, í næstum öllum framsöguerindum, að bjóða ætti kennurum og kennurum í fullorðinsfræðslu upp á þekkingu um og færni í að skipuleggja námsferli sem efla færni í nýbreytniverkefnum. Framsöguerindin vitnuðu í skýrslu NVL „Færni til framtíðar“ og „Norðurlöndin í fararbroddi“ útgefinni af Norrænu ráðherranefndinni. Það er bent á þörf í færni sem tekur mið af þörfum atvinnulífs og samfélags framtíðarinnar. Leiðbeinendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og kennsluráðgjafar o. fl. gegna lykilhlutverki í því starfi.
Faghópur NVL um kennslufræði fullorðinna "Voksenpædagogik" hefur af þeim sökum heimsótt, skoðað, tekið viðtöl og rannsakað valdar menntastofnanir sem eru dæmi um góð verkefni (e. best practice) hvað varðar nýbreytnistarf og námsumhverfi. Norrænar stofnanir í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Álandi, Noregi og Íslandi í samvinnu við NVL bjóða upp á endurmenntunarnámskeið, til að byrja með í tveimur lotum, fyrir þátttakendur í fullorðinsfræðslu.


Nýbreytni í námsaðferðum
• Lota 1: „Kennarinn sem verkefnastjóri – þjálfari í verkefnamiðaðri fræðslustofnun" 16. -19. september, Teamacademy, Jyväskylä, Finland
• Lota 2: „Kennarinn á sviðinu“ – frá fagurfræðilegum æfingum leikhússins að sviðinu í kennslustofunni" 21. – 24. október, Tietgen færnimiðstöðin í Óðinsvéum og Performershouse í Silkiborg.
• Drög að lotu 3: „Kennarinn sem námskeiðshönnuður“, Háskóla Íslands, Íslandi. Frekari upplýsingar fylgja.

Lesið meira...