Stefna kvöldskóla

Í skýrslu sem komið hefur út hjá þekkingarsetri um alþýðufræðslu (VIFO) í Danmörku um alþýðufræðslu í sveitarfélögum eru færðar sönnur á umfang og umgjörð alþýðufræðslu sveitarfélaganna.

 

Í niðurstöðum könnunarinnar, sem liggur að baki skýrslunni, kemur m.a. fram að örfáir kvöldskólar nýti þau tækifæri til þróunar sem opnuðust með lögum um alþýðufræðslu. Um er að ræða breytingar á viðmiðum fyrir framlög til aðgerða til að hvetja til umræðna (2000) sveigjanleg námstilboð (2007), og framlög til samstarfs um ákveðin verkefni. Breytingarnar voru og meðal annars gerðar til þess að efla þróun, nýsköpun og stuðla að samfélagslegum aðgerðum kvöldskóla. Samkvæmt niðurstöðum könnunar VIFO geta margar ástæður verið fyrir því að kvöldskólarnir nýta tækifærin ekki, þar á meðal stærð skólanna og markhópur, efnahagur eða stjórnendur hafi ekki tekið eftir tækifærunum.  Þá kemur einnig fram að kvöldskólum fækkar og örast í dreifbýli. Í skýrslunni er spurt hvort kvöldskólar séu hverfandi fyrirbæri.

 

Meira

 

Nánar

 

Sækið skýrsluna