Starfinu til grundvallar er að 70.000 Danir, á aldrinum 15- 29 ára eru ekki í atvinnu, leggja ekki stund á nám eða þiggja bætur. Í hópnum eru drengir eru í meiri hluta, margir þeirra hafa ekki náð lágmarkseinkunn í dönsku og stærðfræði í grunnskóla og stór hluti þeirra eru börn verkafólks. Hlutfall lega flestir í hópnum eru frá jaðarsvæðum og úthverfum Kaupmannahafnar en langflestir eru frá Kaupmannahöfn.