Stofnanir notfæra sér samfélagslega skuldbindingu um sjálfbæra þróun

 

Í nýlegri viðhorfskönnun kemur fram að þeir aðilar sem hafa skuldbundist  samfélagslega sjálfbærri þróun eru afar ánægðir með áhrif skuldbindingarinnar. Fjórir af hverjum fimm telja framkvæmd skuldbindingarinnar hafa gagnast stofnuninni og að sjálfbær þróun sé áþreifanlegur hluti starfseminnar. Þá telja aðilarnir að skuldbindingin sé skýrt og gagnlegt verkfæri við eflingu sjálfbærrar þróunar. Í ritinu „En målbild för Finland 2050“ er samfélagslegri skuldbindingu Finna um sjálfbæra þróun lýst sem praktískri leið til þess að efla sjálfbæra þróun í hversdagslífinu. Hver sem er getur skuldbundist, fyrirtæki, samtök og einstakir íbúar. Um þessar mundir hafa 150 aðilar gengist undir skuldbindinguna. 

Nánar

1050