Styrkir úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins

 

 
Tvö verkefni fengu sérstaka athygli og voru sérstaklega kynnt við úthlutina. Annað verkefnið var Staða og menntun starfsmenntakennara á Íslandi. Verkefnið er rannsóknarverkefni og unnið í samstarfi við SRR-Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf, Kennaraháskóla Íslands og Kennarasamband Íslands. Umsækjandi er Hróbjartur Árnason, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Tilgangur verkefnisins er að afla haldgóðra upplýsinga um stöðu starfsmenntakennara á Íslandi með tilliti til menntunar, símenntunar og framtíðarsýnar. Þess má geta að Hróbjartur Árnason stýrir fjarkennsluhópi NVL. 
Hitt var verkefni Íslandspósts hf. Ekru-starfsþróun sem er áhugavert sýnishorn þeirra verkefna sem borist hafa Starfsmenntaráði þetta árið. Markmiðið er að hanna námskeið fyrir starfandi bréfbera hjá Íslandspósti hf. Áhersla verður lögð á sjálfseflingu starfsmanna, líkamsbeitingu og þá þætti sem eru til þess fallnir að auka trú starfsmanna á eigin getu og færni og með því að styrkja stöðu þeirra sem einstaklinga og starfsmanna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mími-símenntun og Póstmannafélag Íslands.
Fjölmargar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar fengu styrk og þess má geta að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sú stofnun sem hýsir NVL á Íslandi, fékk styrk til að rannsaka  Árangur lestrar- og skriftarnámskeiða fyrir fullorðna.
Upplýsingar um úthlutun styrkjanna er á www.starfsmenntarad.is