sertharfir throun  • |Grönland
    29-01-2014

    Þróa þarf kennslu í grænlensku sem öðru máli og erlendu

    Til þess að gera þeim hluta íbúanna sem ekki hafa vald á grænlensku kleift að ná tökum á tungumálinu hefur Inatsisartut, Landsþingið á Grænlandi, óskað eftir að heimastjórnin, Naalakkersuisut móti stefnu og geri framkvæmdaáætlun. Sérstakri nefnd hefur verið falið verkefnið.