Sænska ríkisstjórnin hefur skipað nefnd um nám á vinnustað innan ramma starfskynninga. Verkefni nefndarinnar er að efla framlag aðila vinnumarkaðarins til þess að móta framtíðarskipulag náms í atvinnulífinu. Þá ber nefndinni einnig að hvetja til þróunar náms á þessu sviði.