Tengslanet auðveldar einstaklingum aðgang

 

 

Þetta er meðal niðurstaðna í nýju lokaverkefni vinnufræðum sem Mats Holmquist hefur ritað og ber heitið  ”Lärande nätverk – en social oas i utvecklingsprocess” (Námsfús tengslanet – félagsleg vin í þróunarferli) og lagði fram við Tækniháskólann í  Luleå.
Í atvinnulífinu er áhugi á tengslanetum á milli fyrirtækja vaxandi. Sífellt fleiri stjórnendur, leiðtogar og aðrir í  ábyrgðastöðum innan fyrirtækja gerast aðilar að tengslanetum í leit að stuðningi við þróunarstarfsemi. Mats Holmquist hefur fylgst með starfsemi fimm skipulagðra tengslaneta í Halland í Svíþjóð þar sem aðilar hittast reglulega yfir tímabil sem  spannar eitt til tíu ár. Tengslanetin eru meðal annars samsett af verkefnastjórum, kvenstjórnendum og framkvæmdastjórum.
Í könnuninni kemur fram að hið fullkomna tengslanet er fámennt, telur 5 til 10 persónur. Að aðilar í tengslanetin ættu að hittast reglulega, helst einu sinni í mánuði í að minnsta kosti eitt ár. Það er forsenda þess að byggja upp það traust sem er helsti styrkur tengslanetanna.

Nánar: http://libris.kb.se/bib/11937374