Tengslanet um eldri í atvinnulífinu

 

 
Nýtt norrænt tengslanet vinnur að málefnum tendgum eldri í atvinnulífinu. Á fyrsta fundinum voru þau svið, sem tengslanetið myndu vinna  Að, skilgreind. Þrjú svið þóttu helst koma til greina og þótt ekki hafi verið forgangsraðað þá má greina frá því sem helst einkennir starfið:
- að breyta viðhorfum og auka vitund um getu og færni eldri borgara og um leið stuðla að bættri sjálfsmynd og virðingu á milli kynslóða
- að meta, draga fram og skrásetja þá sérfræðiþekkingu, þá lífsleikni og lífsreynslu sem eldri starfsmenn búa yfir og aðstoða þá við að miðla þeim
- að þróa vinnustaðina á þann hátt að þeir styðji við og veiti tækifæri á námsumhverfi sem hvetur til náms á vinnustað (work based learning), þar sem starfsfólk lærir hvert af öðru og tekið er tillit til eldri og þeirra námsaðferða sem henta þeim