Tillögur að nýjum einkunnaskala

 
Í minnisblaði frá menntamálaráðuneytinu hafa verið kynntar tillögur að nýjum einkunnaskala. Lagt er til að einkunnaskalinn innihaldi sex stig auk athugasemdar. A-E telst fullnægjandi árangur, eitt stig, F, er ófullnægjandi árangur. Ef, af einhverjum ástæðum, ekki reynist mögulegt að meta árangur nemanda og gefa honum einkunn, er skráð athugasemd. Einkunnaskalinn skal vera markmiðstengdur og einkunnareglur á landsvísu skulu vera fyrir hæsta, milli og lægsta einkunnastig sem þó er fullnægjandi árangur, þ.e.a.s. einkunnastigin, A, C og E.
Tillögurnar eru aðgengilegar á síðunni www.regeringen.se/sb/d/10002/a/97896.
1158