To-do á álensku

Á To-do málstefnunni sem haldin var undir yfirskriftinni Hvað þarf til svo innflytjendur finni sig sem hluta samfélagsins á Álandi? voru rúmlega 40 manns, fulltrúar stjórnmálaflokka, samtökum innflytjenda, sveitarfélaga og yfirvalda.

 

Fyrirlestrar til innblásturs voru haldnir af innlendum fulltrúum frá Emmaus samtökunum á Álandi og Upplýsingaskrifstofunni Kompassen, Luckan finnskum samtökum um aðlögun auk Shahamak Rezaei  sem var fulltrúi alþjóðasamfélagsins. Í þremur vinnustofum unnu þátttakendur við að greina hindranir fyrir aðlögun, varpa ljósi á æskilega framtíðarsýn og að endingu með að gera lista og skipta með sér verkum við að bera ábyrgð á aðgerðum sem þeir telja nauðsynlegar svo framtíðarsýninni verði hrint í framkvæmd.