"Trúðu á þig, við gerum það"

Ný undirbúningsgrunnmenntun fyrir unglinga.

 

Til þess að ná fleiri unglingum inn í menntun eða til starfa ætlar danska ríkisstjórnin að stofna til nýrrar undirbúningsgrunnmenntunar fyrir unglinga sem ekki hafa lokið eða ekki eru innrituð í framhaldsskóla og eru ekki í vinnu. Bakgrunnurinn framtaksins er að fimmti hver unglingur eða um það bil 6 til 7 prósent hvers árgangs hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi 7 árum eftir útskrift úr grunnskóla. 

Námið nær til fyrri tilboða fyrir markhópinn og þau skiptast í þrjár leiðir sem eru sniðnar að forsendum unga fólksins: Almenn grunnmenntun, framleiðslugrunnmenntun og grunnur starfsmenntunar. Ætlun ríkisstjórnarinnar er að skapa einfaldara samhengi, skipulag og framfarir hvers unglings þvert á menntunar-, atvinnu- og félagslegra aðgerða. Námið tekur að hámarki tvö ár.