Tveggja ára áætlun um að þróa raunfærnimatskerfi

 
Vinnuhópur sem skipaður var til þess að fjalla um raunfærnimat á Álandi hefur skilað inn skýrslu. Í henni kemur meðal annars fram að verkefnið er umfangsmikið og því er nauðsynlegt að halda starfinu áfram.  Þá kemur fram að nú þegar er unnið að raunfærnimati á Álandi en að þar skorti á að til sé viðurkennt ferli fyrir matið.
Vinnuhópurinn leggur til að sama skilgreining og sænska ríkisstjórnin hefur viðurkennt verði einnig lögð til grundvallar á Álandi; „Raunfærnimat er skipulagt ferli sem felur í sér skoðun, mat, skjalfestingu og viðurkenningu á þekkingu og færni sem einstaklingurinn býr yfir óháð því hvernig hann hefur tileinkað sér hana“.
Enn fremur leggur vinnuhópurinn til að verkefnið verði framlengt til lengri tíma og Evrópskt tilraunaverkefni verið sett af stað á vordögum 2007 sem marki upphafið að tveggja ára verkefni sem ljúki með tilbúnu álensku kerfi fyrir raunfærnimat.
Þeir sem tóku þátt í starfi vinnuhópsins voru  Monica Nordqvist, Cecilia Stenman og Tomas Fellman/ Mennta- og menningarsviði landsstjórnar Álands.
1051