Tveggja daga námskeið um nýskapandi fullorðinsfræðslu í Nuuk

Dagana 29. og 30. Ágúst síðastliðinn var haldið tveggja daga námskeið með yfirskriftinni Nýskapandi fullorðinsfræðsla.

 

Námskeiðið var haldið í höfuðborginni Nuuk í hátíðarsal einnar af elstu menntastofnana Grænlands, Kennaraskólans í Qassi. Námskeiðið var haldið í samstarfi ýmissa fulltrúa Grænlendinga í NVL netum, mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Fulltrúar Grænlendinga í netum NVL eru meðlimir í Nýsköpunarnetinu, Distans, auk Upplýsingatækni við náms- og starfsráðgjöf.  Doris Jensen ráðherra mennta- og menningarmála, kirkju og jafnréttis hélt opnunarávarp. Hún beindi sjónum að námi og merkingarfræðilegu mikilvægi þess á grænlensku sem tengist hefðbundinni menningu og trú. Þar að auki fjallaði hún um fullorðinsfræðslu út frá sjónarhorni Grænlendinga. Þá sagði Maria Marquard, fulltrúi Dana í NVL frá stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar og hlutverki NVL við upphaf námskeiðsins.