Um nám við háskóla sóttu um það bil 70 þúsund manns og 90 þúsund um nám við starfsmenntaháskóla.Við háskóla eru í boði pláss fyrir 17.000 nýnema, starfsmenntaháskólarnir taka á móti 18.000 nýnemum og 5.500 fá inngöngu í fullorðinsfræðslu. Þetta mun hafa í för með sér að nálægt 25 % umsækjenda verða teknir inn til náms.
Alls sóttu 15.000 fullorðnir einstaklingar um nám við starfsmenntaháskólana. Af þeim sóttu einnig flestir um nám á sviði heilbrigðis- og félagsmála og í íþróttum. Fullorðnir höfðu einnig mikinn áhuga á hugvísindum og menntavísindum og vinsældir þessara sviða jukust mest á milli ára.
Meira: www.oph.fi/startsidan/102/fler_sokande_till_hogskolorna