Meginmarkmið samninganna er að bæta aðgengi íbúa að námi og stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna, fræðastarfs og atvinnuþróunar. Setrunum er m.a. ætla að veita nemendum á framhaldsskóla- og háskólastigi þjónustu með miðlun fjarfundakennslu, fjarprófahaldi og með því að halda úti les- og vinnuaðstöðu fyrir fjarnema. Jafnframt að þróa námsleiðir og/eða námskeið á háskólastigi í samstarfi við háskóla, sérfræðinga og önnur þekkingarsetur á svæðinu.
Þessum þremur setrum er ætlað að hafa ákveðið frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem byggja á sérstöðu í náttúrufari, atvinnulífi og/eða menningu svæðanna og eru til þess fallin að efla byggð. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er með þessum samningum að festa í sessi starfsemi þekkingarsetra á landsbyggðinni.
Meira: Menntamalaraduneyti.is