Ut-borgarar 2007– stafræn þátttaka

 
Ráðstefna um Ut-borgara er orðin að árlegum viðburði í starfsemi Vox. Í ár var ráðstefnan haldin þann 30. janúar i Osló og að venju snerist hún um hvernig hægt er að tileinka sér grunnfærni og það átti bæði við um einstaklinga, atvinnulífið og samfélagið almennt, eða nánar tiltekið stafræna þátttöku.
Markmiðið með ráðstefnunni er að hvetja til samstarfs og efla samstarf á milli þeirra sem starfa við upplýsingatækni í einkafyrirtækjum og opinberum stofunum.
Markhópur ráðstefnunnar eru þeir sem taka ákvarðanir í opinberum og einkareknum fyrirtækjum, fulltrúar atvinnulífsins, stjórnendur, starfsmanna- og fræðslustjórar, mannauðsstjórar, trúnaðarmenn og aðrir áhugasamir.
Kynningar á ráðstefnunni og ráðstefnublaðið er hægt að nálgast á slóðinni: www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=2307
1095