Úthlutun

 

Úthlutun úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins

Úthlutanir úr sjóðnum fóru fram þann 31. maí sl. Úthlutað var tæplega 48 milljónum króna til 42 verkefna. Þau sem hlutu styrki féllu innan tveggja skilgreindra flokka: Tækifæri miðaldra og eldra fólks til starfsmenntunar og yfirfærsla þekkingar og reynslu innan fyrirtækja.
Meðal verkefna sem fengu styrk úr flokknum yfirfærsla þekkingar og reynslu innan fyrirtækja var verkefni sem Efling-stéttarfélag og Landspítali – háskólasjúkrahús í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinna að. Markmið verkefnisins er að hanna módel fyrir yfirfærslu á þekkingu og færni starfsmanna sem búa yfir færni í ákveðnum verkþáttum til þeirra sem hafa minni færni í þeim. Þátttakendur í verkefninu koma frá mismunandi þjóðlöndum, með ólíkan bakgrunn og menningararf.
Meðal aðila sem hlutu styrk úr hópi tækifæra fyrir miðaldra og eldra starfsfólk voru Framvegis, miðstöð um símenntun í samstarfi við Sjúkraliðafélag Íslands fyrir verkefnið Brú sjúkraliðanáms. Markmið verkefnisins er að gefa fullorðnum sem hafa aflað sér tiltekinnar starfsreynslu við umönnun og aðhlynningu á heilbrigðisstofnunum tækifæri á fá mat á raunfærni sinni til styttingar á starfsnámi sjúkraliða. Einstaklingar 30 ára og eldri með starfsreynslu úr umönnunargeiranum f´r nýtt tækifæri til formlegrar menntunar.

Tillbaka till Nyhetsbrevet