ValiGuide

Leiðbeiningar fyrir þá sem koma að mati á raunfærni.

 

ValiGuide er norrænn vettvangur um raunfærnimat sérstaklega ætlaður öllum sem sinna raunfærnimati. Þar er raunfærnimati lýst, farið yfir öll þrep í ferlinu sem og færni sem búa þarf yfir til þess að meta raunfærni á faglegan hátt, auk ýmissa heilræða og leiðbeininga er varða framkvæmd raunfærnimats.

Þar er hægt að sækja:

• Innblástur

• Upplýsingar um þekkingu og þróun hæfni á Norðurlöndum

• Mikil áhersla á "hvernig á að" og vitund um hvaða áskorunum matsaðilar kunna að mæta.

 

ValiGuide býður upp á leiðbeiningar og ráðgjöf fyrir þá sem koma að mati á raunfærni fullorðins fólks sem aflað hefur verið með óformlegu eða formlausu námi. Markmið ValiGuide er að stuðla að fagmennsku á öllu raunfærnimatsferlinu og á hverju þrepi matsins og á þann hátt að stuðla að eflingu raunfærnimats á formlegri og óformlegri færni fullorðinna.

ValiGuide er árangur Nordplus verkefnis: Competence-pro

Meira