Vefþjónusta fyrir íbúa á Grænlandi

 

 

Slóðin er: www.sullissivik.gl (grlsk. ’sullissivik’ = „þar sem boðið er upp á þjónustu“) þar eru upplýsingar um réttindi og skyldur, sjálfsafgreiðslu utan opnunartíma stjórnsýslustofnana, auk upplýsinga um hvernig best er að ná sambandi við ýmsar stofnanir t.d. á sviði atvinnu og menntunar.
Á sviði menntunar eru upplýsingar um námskeið bæði fyrir ófaglærða og fagfólk – fyrir þá sem falla undir fyrri hópinn eru t.d. upplýsingar um PKU-námskeiðin (Færniþróunarverkefni fyrir þá sem minnsta menntun hafa). Námskeiðin eru stutt og markmiðið er að veita einstaklingum, sem eru ófaglærðir, eldri en 25 ára og gegna störfum sem hætta er á að hverfi, tækifæri til menntunar á því sviði sem þeir starfa eða innan geira þar sem störfum fjölgar eins og á sviðum bygginga- og verktakavinnu, ferðaþjónustu, námavinnslu, umönnunar á vegum sveitarfélaganna. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi  og mæta brýnni þörf.

Krækja í frétt:
www.knr.gl/da/nyheder/borgerportalen-er-i-luften
http://sermitsiaq.ag/node/117199