Verkefnið „Cold Hawaii“ er sérstakt tilboð til námshvatningar fyrir þá sem búa við strendur Danmerkur

 

"Cold Hawaii" handhafi fræðsluverðlauna VUC 2015. ”Cold Hawaii” er fornám fyrir háskólanám þar sem tekist er á við fjölmargar áskoranir með því að sameina kennslu í skyldufögum og kennslu í brimbrettabruni.  

Menntunin virkar afar hvetjandi fyrir markhóp sem fræðileg kennsla höfðar ekki til. Með verkefninu tekst að nýta sérstök tækifæri sem felast í að búa við ströndina og stuðla þannig einnig að staðbundinni virkni og þróun. 

Í kennsluforminu sameinast og skiptast á líkamleg virkni, sem meðal annars krefst stefnufestu, einbeitingar og jafnvægis og fræðileg kennsla og verkefnavinna. Þessi atriði voru meðal þeirra sem tiltekin voru fyrir því að veita verkefninu fræðsluverðlaun VUC. Verkefni sem ef til vill veitir öðrum fræðsluaðilum og stofnunum á dreifbýlum svæðum á Norðurlöndum innblástur.   

Nánar um verkefnið

Bæklingur um verkefnið

1604