Við erum öll á sama báti

 

Veröld fyrir alla, en hvernig?

 
Menningarmunur í reynd, var þema erindis félagsmannfræðingsins Thomas Hylland Eriksen við setningu norræna námsins um sjálfbæra þróun í fyrstu staðarlotunni í Osló dagana 14. – 16. mars.
Tuttugu fróðleiksfúsir þátttakendur hvaðanæva Norðurlanda voru í fyrstu lotunni af fjórum til þess að afla sér nýrrar þekkingar, miðla reynslu og vinna að staðbundnum verkefnum til þess að leggja sitt af mörkum við veröld fyrir alla – staðbundið og hnattrænt.