Vika símenntunar

 
Aðalviðburðurinn í ár verður ráðstefna þar sem fjallað verður um nám fullorðinna frá ýmsum sjónarhornum á Klubben Hóteli í Tønsberg dagana 6.-7.september. Þar verða tvö mikilvæg verðlaun afhent: Alþýðufræðsluverðlaunin og verðlaun fyrir námshetju ársins.
Markmið viku símenntunar er að ná til sem allra flesta sem fást við nám fullorðinna: Námsmanna, hugsanlegra námsmanna, fullorðinsfræðsluaðila, áhugafólks um fullorðinsfræðslu, stjórnmálamanna og allra þeirra sem hafa hug á að kynna sér allt sem lýtur að námi fullorðinna og helst sama tíma á landsvísu!
Í viku símenntunar gefst tækifæri til þess að sýna fram á þá fjölbreytni og fjölmörgu möguleika sem blasa við á sviði fullorðinsfræðslu. Það eru fundir og sýningar á torgum og bókasöfnum, sýnishorn af námskeiðum, menningarviðburðir, verðlaunaafhendingar, greinaskrif í blöðum og tímaritum og fréttapistlar í öllum fjölmiðlum!
Þeir sem standa fyrir viku símenntunar í Noregi eru Samtök fullorðinsfræðsluaðila í Noregi, Vofo, með 18 aðildarsamtökum fullorðinsfræðsluaðila með alls 450 félaga og 600 þúsundum þátttakenda á námskeiðum um land allt s.s. ABM Þróun, Lýðháskólaráðið, IKVO Fullorðinsfræðsla sveitarfélaganna, Þekkingarráðuneytið, Alþýðusamband Noregs, Samtök atvinnulífsins, Norsk samtök um fjarkennslu og Noregsháskóli, UNESCO-kommisjonen, Samtök háskóla, Menntaráð, Vox, Nám í atvinnulífinu. Verkefnastjóri er astrid.thoner(ät)vofo.no, www.vofo.no  sími: +46 22 41 00 00,  vofo(ät)vofo.no