Vika símenntunar 22. – 28. september

 

 
Markmið viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun. Að vikunni stendur menntamálaráðuneytið en framkvæmd verkefnisins er í nánu samstarfi við símenntunarmiðstöðvarnar níu á landsbyggðinni og Mími-símenntun og Framvegis á höfuðborgarsvæðinu.