Rúmlega 2.000 Finnar á aldrinum 18-85 ára svöruðu skoðanakönnuninni. Svörin voru ótvíræð, ævinám vekur forvitni, ákefð og léttir lífið en jafnframt tilfinningar um ófullkomleika. Námið er forsenda þess að komast af í veröld sem er síbreytileg og er jafnframt uppspretta vellíðunar. Könnunin var framkvæmd af SITRA og er hluti af stærra ferlis vinnuhóps á þjóðþinginu sem er að leggja drög að tillögum um breytingar á menntakerfi Finna.
Finna þyrstir í þekkingu. Í því felast gríðarleg auðæfi. Hæfileikinn til þess að læra hefur afgerandi þýðingu, ekki einungis fyrir vellíðan einstaklingsins heldur einnig fyrir þróun atvinnulífsins og árangur Finna í framtíðinni segir Helena Mustikainen, stjórnandi verkefni Sitras Tími færninnar.
Nánar um niðurstöður könnunarinnar.
Heimild: SITRA