Virk samfélagsþátttaka frá sjónarhóli símenntunar

 
Tilefni þessa málþings var m.a. að vekja athygli á safnritinu DEMOS og gera tilraun til að verða kveikja að umræðu um vald, menntun og lýðræði í okkar samfélagi.   
DEMOS verkefnið byrjaði í Danmörku árið 2006 með norrænum þankabanka sem hafði það að markmiðið að tengja saman rannsóknir á völdum og lýðræði við kennslufræði og reynslu alþýðufræðslunnar. Bókin DEMOS er afrakstur þankabankans, nokkurs konar hvatning og framlag til áframhaldandi umræðu um þetta áhugaverða málefni og til styrktar lýðræðinu. Í framhaldinu hefur opin og breið umræða farið fram um vald, lýðræði og virka samfélagsþátttöku á málþingum og ráðstefnum á öllum Norðurlöndunum.
Fyrirlesarar voru John Steen Johansen, ritstjóri DEMOS og talaði hann um
Power, Democracy and Active Citizenship – Challenges for the formal and the non formal adult education in the Nordic countries. Aðalsteinn Baldursson Verkalýðsfélagi Húsavíkur og nágrennis talaði um Fullorðinsfræðslu í atvinnulífinu. Ása Hauksdóttir frá MENTOR er málið og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Öllum heimsins konum sögðu frá verkefninu Félagsvinir – MENTOR er málið. Hulda Ólafsdóttir Mími-símenntun talaði um Menntun í þágu lýðræðis og Ólafur Páll Jónsson lektor Kennaraháskóla Íslands fjallaði um Lýðræði, menntun og virka þátttöku. Pallborði og umræðum stjórnaði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður. Af orðum fundarmanna mátti greina þá staðreynd að umræða um lýðræði á Íslandi á sér litla hefð og brýnt að henni sé framhaldið.    
Nánari upplýsingar um bókina og bókin sjálf er á eftirfarandi slóð  www.nordvux.net/page/35/aktivtmedborgarskap.htm