Vísar um fullorðinsfræðslu

 

 

Árið 2010 skipaði NVL í vinnuhóp til þess að gera samanburð á norrænni tölfræði á sviði fullorðinsfræðslu. Hópurinn skilaði inn skýrslu í janúar 2011. Meðal þeirra viðfangsefna sem blasa við er þörf fyrir yfirlit yfir skipulag fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum. Slíkt yfirlit er nauðsynlegt til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir á hvaða grundvelli tölurnar um þátttöku frá mismunandi löndum byggja. Í skýrslu hópsins ”Indikatorer for voksnes læring” (13 blaðsíður) er að finna niðurstöður hópsins, íhuganir og  tillögur um næstu skref að norrænu samstarfi á sviðinu. Formaður vinnuhópsins var Lene Guthu frá Vox í Noregi.

Skýrsla: PDF