Viðurkennd áætlun að grunnfærniþjálfun fullorðinna

 
Fullorðnir nemendur í Noregi öðluðust árið 2002 rétt til fræðslu í greinum grunnskólans. Framboð á námi við hæfi fullorðinna í þessum greinum er í raun lítið.  Árið 2006 fékk Vox það verkefni frá Þekkingarmálaráðuneytinu að leggja fram tillögur að áfangalýsingum og færnimarkmiðum fyrir fullorðna í lestri, skrift, reikningi og tölvum. Markhópurinn, sem býðst þjálfun skv. færnimarkmiðum áætlunarinnar, er fullorðnir sem hafa þörf fyrir að efla grunnfærni sína án þess að fara í gegnum allt námsefni grunnskólans. Þjálfunina er hægt að laga að ólíku kennsluumhverfi, m.a. getur hún farið fram á vinnustöðum. 
Þú getur lesið meira um þetta á slóðinni: www.vox.no