28/03/2023

Norge

Nám fullorðinna, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla, Menntastefna

100 milljónir norskra króna til færniþróunar í atvinnulífinu

Stofnun æðri menntunar og færni (n Direktorat for høyere utdanning og kompetanse, HK-dir) veitir 100 milljónum norskra króna til tæplega 1.400 námskeiða í gegnum styrkjakerfið Hæfniplús (n. Kompetansepluss).

100 millioner kroner til kompetanseheving i arbeidslivet

Bilde Færniplús veitir fullorðnum tækifæri til þess að haldast í starfi og búa yfir færni sem atvinnulífið hefur þörf fyrir.

Hæfniplús er ein af fjölmörgum styrkjaáætlunum stofnunarinnar sem miða að aukinni færni í atvinnulífinu. Markmið áætlunarinnar er að efla grunnleikni fullorðinna í lestri, ritun, tali, reikningi og stafrænni færni, auk þjálfunar í norsku eða samísku.
Sífellt færri störf krefjast lítillar sem engrar hæfni og því sérstaklega mikilvægt að efla hæfni fullorðinna þannig að þau lendi ekki utan vinnumarkaðar og upplifi jaðarsetningu í samfélaginu. Vegna tækniþróunar og breytinga í atvinnulífinu er meðal annars nauðsynlegt að efla sérstaka færni í reikningi.

Þá fjölgar úkraínskum flóttamönnum sem koma til Noregs og var Úkraínska félagið í Bodø eitt þeirra sem fékk vilyrði um úthlutun í gegnum Hæfniplús í ár. Félagar þess fá þjálfun í norsku auk þess sem þeir fá kynningu á norskri menningu og atvinnulífi. Það þýðir líka að úkraínsku flóttamennirnir verða að sætta sig við að vinna í annarri stöðu eða atvinnugrein en þeir gerðu áður. Skipta þarf kennslunni eftir menntunarstigi og gera hana sveigjanlega fyrir þá sem þegar eru í starfi.

Með Færniplús fá 5.602 fullorðnir tækifæri til þess að sækja námskeið og frá 2006 hafa 100.000 manns sótt námskeið á vinnustað.

Nánar um úthlutunina hér

Flere nyheder fra NVL

Inngildandi umhverfi og stuðningur við unga innflytjendur á Íslandi.

23/05/2024

Norden

Í verkefninu Raddir ungra innflytjenda – inngilding í nám, starf og samfélag voru haldnir rýnihópar á fimm svæðum á Íslandi til að draga fram áskoranir í tengslum við inngildingu og nýta sem grunn til að vinna í átt að lausnum.

Ungdommer som sitter på rad ved pultene og skriver i et klasserom.

22/05/2024

Island

Den tredje april trådte endringer i loven om universiteter på Island i kraft. Endringene har en stor betydning for høyere utdanning, spesielt når det gjelder mini-kvalifikasjoner (e. micro-dredentials).

Making the digital Nordics work

16/05/2024

Norden

Nordregio recently created a space in Stockholm for policymakers, practitioners, civil society organisations, and academia to discuss digital Inclusion. Participants compared processes of policy implementation in the Nordic and Baltic states. They also learned about the results of a Nordic-Baltic project “Digital Inclusion in Action”.

Share This