28/03/2023

Norge

Nám fullorðinna, Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla, Menntastefna

100 milljónir norskra króna til færniþróunar í atvinnulífinu

Stofnun æðri menntunar og færni (n Direktorat for høyere utdanning og kompetanse, HK-dir) veitir 100 milljónum norskra króna til tæplega 1.400 námskeiða í gegnum styrkjakerfið Hæfniplús (n. Kompetansepluss).

100 millioner kroner til kompetanseheving i arbeidslivet

Bilde Færniplús veitir fullorðnum tækifæri til þess að haldast í starfi og búa yfir færni sem atvinnulífið hefur þörf fyrir.

Hæfniplús er ein af fjölmörgum styrkjaáætlunum stofnunarinnar sem miða að aukinni færni í atvinnulífinu. Markmið áætlunarinnar er að efla grunnleikni fullorðinna í lestri, ritun, tali, reikningi og stafrænni færni, auk þjálfunar í norsku eða samísku.
Sífellt færri störf krefjast lítillar sem engrar hæfni og því sérstaklega mikilvægt að efla hæfni fullorðinna þannig að þau lendi ekki utan vinnumarkaðar og upplifi jaðarsetningu í samfélaginu. Vegna tækniþróunar og breytinga í atvinnulífinu er meðal annars nauðsynlegt að efla sérstaka færni í reikningi.

Þá fjölgar úkraínskum flóttamönnum sem koma til Noregs og var Úkraínska félagið í Bodø eitt þeirra sem fékk vilyrði um úthlutun í gegnum Hæfniplús í ár. Félagar þess fá þjálfun í norsku auk þess sem þeir fá kynningu á norskri menningu og atvinnulífi. Það þýðir líka að úkraínsku flóttamennirnir verða að sætta sig við að vinna í annarri stöðu eða atvinnugrein en þeir gerðu áður. Skipta þarf kennslunni eftir menntunarstigi og gera hana sveigjanlega fyrir þá sem þegar eru í starfi.

Með Færniplús fá 5.602 fullorðnir tækifæri til þess að sækja námskeið og frá 2006 hafa 100.000 manns sótt námskeið á vinnustað.

Nánar um úthlutunina hér

Flere nyheder fra NVL

Personer med VR-headsets på en arbejdsplads

26/05/2023

Norden

NVL arrangerte webinar 9. mai om læring og innovasjon i arbeidslivet med fokus på en nordisk modell for erfaringsdeling og samskapelse av ny kunnskap med fulltallig deltakerantall.

Utsynsmeldingen: Vil matche utdanningen med arbeidslivets behov

16/05/2023

Norge

Regjeringen viser til tiltak for å utdanne nok folk med den rette kompetansen arbeidslivet behøver i årene fremover.

Finsk yrkesutbildning behöver ännu förbättras

08/05/2023

Finland

Yrkesutbildningen i Finland genomgick en stor reform under 2018. Nu visar en ny undersökning att många mål uppnåtts, men det finns fortfarande brister att åtgärda.

Share This