29/10/2024

Norge

Háskólamenntun, Menntastefna, Hvatning

Afnám krafna um einkunnir hefur leitt til fjölgunar umsókna um nám fyrir  kennara- og hjúkrunarfræðinga

Ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar um að fella niður skilyrði um einkunnir fyrir inntöku í hjúkrunarfræðinám og nokkrar námsleiðir fyrir kennara hefur leitt til mikillar fjölgunar nemenda. Bráðabirgðatölur sýna að í ár hafa rúmlega 1.800 fleiri nemendur þegið námsvist en í fyrra.

En gruppe unge studenter ser glade ut mens de ser på en oppslagstavle i en skolebygning.

Umsækjendum í kennara- og hjúkrunarfræðinám í Noregi fjölgað

Staðreyndir:

  • Ríkisstjórnin felldi haustið 2024 niður kröfur um lágmarkseinkunnir til að hefja nám í hjúkrunarfræði.
  • Námsbrautir í kennaranámi geta sótt um undanþágu frá kröfum um einkunnir
  • Áður var gerð krafa um að lágmarkseinkunn i  norsku og stærðfræði væri 3* til þess að fá  inngöngu í nám í hjúkrunarfræði.
  • Til inngöngu í fimm ára kennaranám var gerð krafa um að lágmarki 35 skólaeiningar og einkunn 3 í norsku og 4 í stærðfræði, eða að minnsta kosti 40 skólaeiningar og 3. einkunn í norsku og stærðfræði.

* Einkunnaskalinn í Noregi er frá 1(lægst) – 6 (hæst)

Ráðherra háskóla og vísinda Oddmund Hoel (Sp) er ánægður með þróunina. „Það mikilvægasta er hvað þeir geta gert að námi loknu, ekki hvað þeir geta þegar þeir hefja námið,“ segir Hoel. Hann leggur áherslu á að kröfur til námsins séu þær sömu og áður, en áhugasamari umsækjendur fái nú tækifæri til að hefja starfsferil á sviði heilbrigðis- og menntamála.

Tvöföldun nemenda á nokkrum stöðum

Háskólinn á Vesturlandi og Innlandsháskólinn  greina frá að nemum í kennaranámi fyrir 1. til 7. bekkjar grunnskóla og í hjúkrunarfræði hafi fjölgað um helming. 

Endalegar tölur í október

Endanlegar tölur um hversu margir hafa hafið nám munu liggja fyrir í október 2024.

Nánari upplýsingar hér.

Flere nyheder fra NVL

En anatomisk modell av hjertet med synlige blodårer og detaljer, holdt av en person i hvit legefrakk.

07/11/2024

Norge

To nye treparts bransjeprogram har blitt opprettet i Norge for å levere kompetansepåfyll til ansatte i helse- og omsorgssektoren og solkraftbransjen.

En gruppe unge sidder udendørs og læser bøger sammen i solen.

05/11/2024

Danmark

Grundtvigs Forum er en forening, der blev etableret i 1898, og som stadig i dag er aktuel. Foreningen har pt. stigende medlemstal. Der er i dag ca. 1300 medlemmer, som omfatter både foreninger og enkeltpersoner.

Kvinne med hijab presenterer en forretningsplan for kolleger på et moderne kontor.

04/11/2024

Norge

Kunnskapsminister Kari Nessa Nordtun delte ut Europeisk språkpris til NAV Frogner under et Erasmus+-seminar i Bergen. Vinnerprosjektets mål er å gi voksne med innvandrer- eller flyktningbakgrunn ekstra språkstøtte på arbeidsplassen.

Share This