28/02/2023

Norge

Menntastefna, Símenntun, Atvinnulíf

Efla getu fagháskóla til þess að mæta þörfum atvinnulífsins

Fagháskólar eiga að verða hæfari til þess að aðlaga námsframboð sitt að þörfum atvinnulífsins.

Styrking av fagskolers evne til å møte arbeidslivets behov

Stuðningur við að efla getu fagháskóla til að mæta þörfum atvinnulífsins

Að sögn Ola Borten Moe rannsókna- og menntamálaráðherra mun ríkisstjórnin í Noregi kanna hvort ekki megi veita fagháskólunum aukin tækifæri til þess að koma á laggirnar námi án þess að þurfa að fara með umsóknir í gegnum núverandi skrifræðisferli. Ríkisstjórnin stefnir að því að leggja fram tillögu um bætt kerfi í umsagnarferli sumarið 2023.

Samkvæmt núverandi skipulagi er það NOKUT, Landsstofnun um gæði menntunar, sem samþykkir námsframboð starfsmenntaskólanna. Eftir mikilli fjölgun verknámsnema á síðasta ári og námstilboðum hefur umsóknir um samþykki fjölgað og málsmeðferð lengst.

–Við viljum að rótgrónir fagháskólar verði færir um að tryggja gæði og koma af stað nýjum námsleiðum á þess að þær þurfi að fara í gegnum ytra samþykkisferli, svokallaða stofnanaviðurkenningu. Þetta dregur úr skrifræði og veitir starfsmenntaskólunum aukin sveigjanleika til þess að koma á laggirnar námi þvert á fleiri fagsvið, segir Borten Moe.

Ný tilkynning til Stórþingsins um starfsmenntaskóla

Verknámsnemum hefur fjölgað um tæp 70 prósent frá 2018 til 2021 en þá voru rúmlega 28 þúsund nemendur skráðir. Á þessu ári hefur um 20 milljónum norskra króna verið varið til 500 nýrra nemaplássa og 52 milljónum norskra króna hefur meðal annars verið ráðstafað til að þróa nýtt nám í starfsmenntun. Engu að síður hefur færniþörfum atvinnulífsins enn ekki verið mætt.

Samkvæmt færnimælingum NHO skortir einkum fólk með starfsmenntun innan byggingar-, iðnaðar- og upplýsingatækni, sem og innan heilbrigðis-, hjúkrunar- og umönnunarstétta.

Gert er ráð fyrir að stafræn umbreyting, öldrun íbúanna og græna breytingin leiði til enn meiri eftirspurnar eftir námi á fagháskólastigi í framtíðinni. Ráðherrann telur að þörf sé fyrir umræður um hvernig fagháskólarnir geti leikið enn mikilvægara hlutverk við að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir menntun í framtíðinni.

Til þess að afla uppfærðrar þekkingar um hvernig háskólamenntun geti á sem bestan hátt lagt sitt af mörkum mun menntamálaráðuneytið hefjast við nýja tilkynningu til Stórþingsins um háskólanám. Leggja á hana fyrir Stórþingið í síðasta lagi vorið 2025.

Nánar hér

Flere nyheder fra NVL

Nye langsigtede investeringer i voksen og efteruddannelse (VEU)

21/09/2023

Danmark

En ny trepartsaftale mellem Regeringen og arbejdsmarkedets parter skal være med til at sikre fremtidens kompetencebehov.

Tillögur að fimm stefnum í stafrænni inngildingu

20/09/2023

Norden

Nordic Network for Adult Learning (NVL) kynna fimm tillögur til að styðja við þróun stafrænnar hæfni meðal fullorðinna einstaklinga.

Fimm tilmæli um talgilda inklusjón

20/09/2023

Norden

Norðurlendskt netverk fyri vaksnamannalæring (NVL) vísir á fimm tilmæli, ið eru við til at menna talgildu førleikarnar hjá tilkomnum borgarum.

Share This