Norðurlandaráð bauð til ráðstefnu undir fyrirsögninni Leit Norðurlanda að fagmenntuðu vinnuafli til að kynna skýrsluna Aðlaðandi starfsnám á Norðurlöndum Á ráðstefnunni var einnig fjallað um framboð á færni fyrir atvinnulíf morgundagsins og möguleikar á viðurkenningu á fagmenntun skoðaðir sem og hæfi á Norðurlöndum og hvernig hægt er að gera starfsnám meira aðlaðandi og eftirsóknarðverðara.
Samkvæmt könnun Nordregio eru um 365 staðbundnir vinnumarkaðir á Norðurlöndum, og stærð þeirra getur verið mjög mismunandi að 1,5 milljónir starfandi á höfuðborgarsvæðinu og um 100 á landsbyggðinni. Þegar vinnumarkaðir eru svo fjölbreyttir eru áskoranirnar og tækifærin það líka.
Hjá Utbildning Nord eiga sér stað samræðum um norrænt nám í skósmíðum á milli forseta Norðurlandaráðs, Jorodd Asphjell, og kennslustjóra Utbildning Nord, Pilvi Ryökkynen.
Lífleg skoðanaskipti
Þátttakendur á ráðstefnunni Leit Norðurlanda að fagmenntuðu vinnuafli ræddu einnig nýliðun á hæfu vinnuafli, færniþróun á vinnustað og hreyfanleika vinnuafls. Spurningin um innri hreyfanleika á Norðurlöndum vakti lífleg skoðanaskipti – er það lítið eða mikið að 1,7 prósent Norðurlandabúa búi í öðru landi en því sem þeir fæddust í? [aths. þýðanda talan fyrir Íslendinga er yfir 10%]
NVL kynnti norræna vinnu við gæðaþróun raunfærnimats og vinnu sem hafin er með örviðurkenningar (e. microcredentials) sem mögulega leið til að auka hreyfanleika fólks og hæfni á Norðurlöndum. NVL rannsakar atriði eins og gæði og lögmæti svokallaðra örviðurkenninga til að leggja mat á gagnsæi og samræmi, svo og samvinnu og viðurkenningu á milli geira og aðila.
Fór fram á landamærasvæði
Ráðstefnan fór fram á landamærum Svíþjóðar og Finnlands, í Haparanda og Övertorneå. Á dagskránni var hvetjandi námsheimsókn til Utbildning Nord, sem þjálfar ungt fólk og fullorðið fólk frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi í meira en 30 mismunandi starfsgreinum. Utbildning Nord er i náinni samvinnu við atvinnulífið og námskeiðin eru aðlöguð að hverjum og einum og mismunandi kröfum sem gerðar eru í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Námið getur verið mislangt eftir fyrri þekkingu. Einstaklingar sem hafa nokkurra ára starfsreynslu í faginu geta gengist undir raunfærnimat sem fer fram undir stjórn fagmenntaðra matsmanna skólans, eða ef þurfa þykir úr atvinnulífinu.
Stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á menntamálum, samtök atvinnurekenda og launþega, yfirvöld og norræn samstarfssamtök ræddu og forgangsröðuðu fimm átaksverkefnum og tillögum um lausnir sem þankabankinn um aðlaðandi starfsnám dregur fram í skýrslunni.
Aðlaðandi starfsnám á Norðurlöndum
Á Norðurlöndunum velur of fátt ungt fólk iðnnám. Stóra hluta Norðurlanda skortir nú þegar fagmenntað vinnuafl og áskorunin verður bara meiri ef þróunin heldur áfram eins og hún er í dag.
Norðurlandaráð hefur því óskað eftir að hrinda í framkvæmd samráði um verkefni með áherslu á tvö megin atriði:
- Hvernig getur norrænt samstarf stuðlað að því að leysa það sem helst hindrar að hægt sé að meta fagleg starfsréttindi í löggiltum faggreinum í öðru norrænu landi?
- Hvernig getur norrænt samstarf stuðlað að því að fá fleiri Norðurlandabúa til að velja starfsnám?
Í því skyni ákvað Norðurlandaráð í lok árs 2021 að eiga frumkvæði að verkefni sem að kæmu viðeigandi aðilar í sameiginlegum þankabanka.
Þankabankinn hittist fimm sinnum á fyrri hluta ársins 2022. Ráðleggingum var síðan safnað saman í þetta námshefti.
Hér er hægt að lesa skýrsluna ”Attraktive erhvervs-uddannelser i Norden” .