Í greiningu frá Dönsku atvinnurekendasamtökunum (DA) kemur fram að nú fjöldi fullorðinna lærlinga 13.155, sem er fjölgun um 5.500 á fjórum árum og fjölgunin á milli áranna 2020-2021 er 50%.
Fyrirkomulagið hefur haft mikla þýðingu fyrir fjölda kvenna frá öðrum löndum en Vesturlöndum, en þeim hefur fjölgað mikið. Þá hefur körlum frá öðrum löndum en Vesturlöndum einnig fjölgað. Samtökin mæla því eindregið með að leggja áherslu á og veita stuðning við menntatilboðið „Fullorðinslærlingur“.
Til þess að geta orðið fullorðinslærlingur þarf viðkomandi að hafa náð 25 ára aldri og tilheyra einum af eftirtöldum markhópum:
- Atvinnulaus ófaglærðir og faglærðir með úrelta menntun
- Faglærðir (sem ekki hafa úrelta menntun) og hafa verið án atvinnu lengur en í þrjá mánuði (hefur verið framlengt til bráðabirgða fram 31. desember 2022)
- Ófaglærðir í atvinnu
Fullorðinn lærlingur fær laun sem svara lámarkslaunum. Menntunin felst í starfsþjálfun og námi í skóla. Atvinnurekandi getur sótt um styrk fyrir laununum á meðan á námstímanum stendur.
Nánar um: