Þetta var í annað skipti sem vikan var haldin. NVL tók einnig þátt að þessu sinni, með vefstofu um raunfærnimat innan atvinnugeira, sem stendur til að koma á laggirnar i Finnlandi. Í tengslum við vikuna bað einn skipuleggjenda ChatGPT um ábendingar um hvernig gervigreind telji að við ættum að gera færni okkar sýnilega. Hér á eftir fara tíu bestu ráðin:
Uppgötvaðu eigin þekkingu og gerðu hana sýnilega:
- Sjálfsígrundun: Byrjaðu á því að ígrunda styrkleika þína og veikleika. Hvað er þér eðlislægt? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hvaða viðbrögð hefur þú fengið frá öðru fólki varðandi færni þína?
- Færnidagbók: Farðu að færa færnidagbók þar sem þú skráir á hverjum degi eitthvað nýtt sem þú hefur lært eða náð árangri með. Það getur verið góð frammistaða eða minniháttar færni.
- Myndbirting af sjálfum þér: Búðu til myndræna framsetningu sem sýnir helstu styrkleika þína, færni og árangur. Þú getur deilt henni á samfélagsmiðlum eða hengt hana við ferilskrána þína.
- Færniveisla: Skipulegðu litla veislu eða viðburð þar sem þú getur boðið vinum og samstarfsfólki að ræða og fagna færni.
- Samstarf við hagsmunaaðilahópa: Samstarf við hagsmunaaðilahópa, eins og aðra fagaðila, leiðbeinendur eða samfélög, getur hjálpað þér að sjá færni þína frá nýju sjónarhorni og varpa ljósi á færni þína í mismunandi samhengi.
- Fyrri reynsla: Hugsaðu um það sem þú hefur gert fram til þessa í lífinu. Starfsreynsla, menntun og áhugamál geta leitt margt í ljós um færni þína. Færni þín getur líka birst í frammistöðu þinni. Hugsaðu um hverju þú hefur áorkað í starfi, námi eða áhugamálum. Hefur þú náð jákvæðum árangri eða leyst erfið vandamál? Færni þín þróast með tímanum. Taktu eftir því hvernig þú hefur þróast í gegnum árin og hvaða nýja færni þú hefur lært.
- Endurgjöf: Biddu um viðbrögð frá öðrum, sérstaklega þeim sem hafa unnið með þér að verkefnum eða lagt stund á sama nám. Skoðanir annarra geta hjálpað þér að sjá eigin færni þína frá utanaðkomandi sjónarhorni.
- Sjálfsmat: Þú getur notað sjálfsmatstæki og æfingar sem finna má á netinu. Það getur hjálpað þér að bera kennsl á styrkleika þína.
- Hæfnikort: Búðu til hæfnikort sem lýsir mismunandi hæfileikum þínum og hvernig þeir tengjast. Þetta getur hjálpað þér að sjá hvernig mismunandi hæfileikar tengjast hver öðrum. Þú getur notað mismunandi skýringarmyndir og línurit til að segja sögu um þekkingu þína.
- Hæfnimappa: Safnaðu saman í möppu dæmum um störf þín, verkefni og árangur. Þú getur deilt henni á netinu eða sent til hugsanlegra vinnuveitenda.
Aðstoðaðu aðra við að sýna færni sína:
- Veittu jákvæð viðbrögð: Veittu öðrum jákvæð viðbrögð um frammistöðu þeirra og árangur. Veittu frammistöðu og árangri þeirra sérstaka athygli.
- Hvettu til sjálfsígrundunar: Hvettu hinn einstaklinginn til að ígrunda eigin styrkleika og færni, stóra sem smáa. Þú getur spurt þá beint hvað þeim fellur og hverjir styrkleikar þeirra eru. Þetta getur hjálpað þeim að spegla sig og bera kennsl á eigin styrkleika.
- Virk hlustun: Hlustaðu þegar hinn aðilinn talar um sjálfan sig, markmið sín og drauma.
- Taktu þátt í verkefnum: Þátttaka getur hjálpað öðru fólki að sjá hvernig færni þeirra bætir upp hæfileika annarra og hvernig aðrir bæta liðsheildina eða lausn verkefnisins.
- Stingdu upp á sjálfkynningu: Hvettu aðra til að koma sjálfum sér á framfæri, til dæmis með því að uppfæra LinkedIn prófílinn sinn og með því að tengjast öðrum fagaðilum.
Að auki minnir gervigreindin okkur á persónubundinn mun á fólki:
„Það er mikilvægt að vera næmur á hvernig annar einstaklingur bregst við og hvernig hann notfærir sér eigin þekkingu. Sumir geta verið feimnir og hægt er að hjálpa þeim með uppörvandi og styðjandi nálgun.“