Fræðsluefnið eru þróað af neti NVL um nám í fangelsum. Með samvinnu og miðlun reynslu leitast netið við að skapa ungu fólki í afplánun betri aðstæður til að ljúka námi og auka þannig möguleika þeirra á traustri tengingu við vinnumarkaðinn og samfélagið í heild.
Efnið fjallar um hvernig efla megi grunnleikni ungra fanga og hvernig vinna megi að því að skapa umhverfi í fangelsum sem stuðlar að námi.
Kynning á efninu
Geir Arne Hundvebakke, deildarstjóra fangelsisfræðslu við Åsane Framhaldsskólann í Bergen kemur fram í myndbandinu. Geir hefur verið hluti af norræna vinnuhópnum „Fræðsla ungmenna í fangelsum“. Hann segir frá niðurstöðum og reynslu af starfi vinnushópsins.
Vinnuhópurinn hefur útbúið 10 myndbönd, sem fjalla um mismunandi hliðar á því hvernig hægt er að vinna með ungu fólki í fangelsi.
Tilgangurinn er bæði að gefa áþreifanleg ráð og upplýsingar, en ekki síður að veita innblástur og hvetja til umhugsunar um starf með ungu fólki í afplánun.