26/06/2023

Norge

Nám fullorðinna, Sveigjanlegt nám

Námskrárhlaðvarpið lifir

Kennarar sem sinna undirbúningsnámi fyrir fullorðna (FOV, í Noregi er ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskóla) deila reynslu sinni, ábendingum og ráðleggingum í hlaðvarpi, eftir að hafa tekið þátt í tilraunum með áfangaskipt nám fyrir fullorðna.

Læreplanpodden lever

Námskrárhlaðvarpið lifir

Kennslan þarf að byggja á þeirri þekkingu og færni sem þátttakendur hafa í farteskinu. Þetta er meginregla fyrir innleiðingu á áfangaskiptu námi fyrir fullorðna. Þátttakendur verða að treysta því að það sem þau hafa í farteskinu hafi gildi sem hægt er að byggja á.

Í Námskrárhlaðvarpinu geta hlustendur heyrt þrjá glænýja þætti. Málfræðingurinn og rithöfundurinn Helene Uri leiðir okkur í gegnum þættina. Uri er með doktorsgráðu í hagnýtum málvísindum frá 1996, 12 ára reynslu sem prófessor við Oslóarháskóla og er prófessor II í skapandi skrifum.

Með framboði á námi fyrir fullorðna í smærri áföngum (einingum) á að auðvelda þátttöku án þess að námið bitni á fjölskyldulífi eða vinnu.

Námsskrárhlaðvarpið veitir innsýn í og ​​yfirsýn yfir undirbúningsnám fyrir fullorðna.

Hluti af umbótaverkefninu um námslok

Áfangaskipt nám fyrir fullorðna er meðal annarra aðgerða undir norska umbótaverkefninu um námslok, sem er umfangsmikið, mikilvægt verkefni á sviði fullorðinsfræðslunnar. Stofnun æðri menntunar og færni og menntamálastofnunin vinna saman að framkvæmdinni. Menntamálaráðuneytið hefur falið þeim verkefnið.

Á heimasíðunni er hægt að fylgjast með uppfærslum umbótaverkefnisins, auk ólíkum hlaðvarps-þáttum sem tilheyra Námskrárhlaðvarpinu.

Flere nyheder fra NVL

Inngildandi umhverfi og stuðningur við unga innflytjendur á Íslandi.

23/05/2024

Norden

Í verkefninu Raddir ungra innflytjenda – inngilding í nám, starf og samfélag voru haldnir rýnihópar á fimm svæðum á Íslandi til að draga fram áskoranir í tengslum við inngildingu og nýta sem grunn til að vinna í átt að lausnum.

Ungdommer som sitter på rad ved pultene og skriver i et klasserom.

22/05/2024

Island

Den tredje april trådte endringer i loven om universiteter på Island i kraft. Endringene har en stor betydning for høyere utdanning, spesielt når det gjelder mini-kvalifikasjoner (e. micro-dredentials).

Making the digital Nordics work

16/05/2024

Norden

Nordregio recently created a space in Stockholm for policymakers, practitioners, civil society organisations, and academia to discuss digital Inclusion. Participants compared processes of policy implementation in the Nordic and Baltic states. They also learned about the results of a Nordic-Baltic project “Digital Inclusion in Action”.

Share This