18/12/2023

Norge

Símenntun, Háskólamenntun, Atvinnulíf, Iðn- og starfsmenntun

Nokkrar nýjar ráðstafanir á sviði framhaldsmenntunar og færni

Fjárlagafrumvarpið í Noregi fyrir 2024 hefur verið lagt fram og ríkisstjórnin leggur til ráðstafanir til þess að efla starfsnám í tækniháskólum, fyrirkomulagið með fagbréf með starfi, atvinnutengda norsku, og stafræna norskukennslu.

Flere nye satsinger innen høyere utdanning og kompetanse

Í frumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar koma fram nokkrar nýjar ráðstafanir er varða hæfni og menntun

Á næsta ári verður opnað fyrir rétt til náms í framhaldsskóla fyrir fullorðna sem ekki þegar hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. 320 milljónum norskra króna verður varið til þess að tryggja að allir hafi tækifæri til þess að ljúka námi í framhaldsskóla. Þá er einnig lagt til að fleiri fái tækifæri til þess að afla sér fagbréfs með starfi á næsta ári. Fyrirkomulagið á að tryggja að fullorðna sem skortir faglega hæfni geti öðlast fagbréfi um leið og þeir eru í starfi.

Auk þess á að þróa kennarastýrðu stafrænu námi í norsku sem á að vera aðgengilegt um land allt, einkum ætlað flóttamönnum sem eiga að komast fljótt út á vinnumarkaðinn. Margir flóttamenn hafa háskólamenntun og annarskonar hæfni og er því stefnt að því að þeir fái fljótt atvinnu og geti um leið lagt stund á nám í norsku.

Allir starfsferilsráðgjafar koma til með að heyra undir skrifstofu stofnunar háskólamenntunar og færni í Tromsö árið 2025, en fram til þessa hefur helmingur þeirra heyrt til þriggja mismunandi héraðsstjórna. Með þessu er ætlunin að hagræða rekstur rafrænu starfsferilsráðgjafarinnar (karriereveiledning.no) og styrkja fagmennsku.

500 nýjum nemaplássum verðu komið á við tækniháskólana að viðbættu rekstrarfé og þá geta þeir einnig sótt um þróunarstyrki

Hér er hæt að lesa fjármálafrumvarpið 2024 á norsku:

Flere nyheder fra NVL

Lärare och glada barn som ritar tillsammans i ett klassrum.

19/06/2024

Sverige

Barnskötare är den största yrkesgruppen i förskolan och spelar en viktig roll för barnens trygghet, omsorg och sociala utveckling. Det är i dag för stor variation på de utbildningar till barnskötare som finns i Sverige. Utbildningarna behöver bli mer anpassade till det arbete som väntar de studerande efter utbildningen.

Menntun ungs fólks í afplánun.

18/06/2024

Norden

Pohjoismaisissa vankiloissa toimivat opettajat, konsultit ja johtajat jakavat uudessa materiaalipaketissa kokemuksiaan nuorten vankien koulutuksesta.

Menntun ungs fólks í afplánun.

17/06/2024

Norden

Kennarar, ráðgjafar og stjórnendur i norrænum fangelsum miðla nýju fræðsluefni af reynslu sinni af vinnu við menntun ungs fólks í afplánun.

Share This